Um ARTA

Starfsemi ARTA lögmanna byggir á ríflega fimm áratuga gömlum grunni og á rætur sínar að rekja til lögmannsstofanna Lögvísis og Fulltingis. Eigendur og annað starfsfólk stofunnar hefur á þessum tíma starfað sem ráðgjafar nokkurra helstu fyrirtækja landsins, opinberra aðila og einstaklinga, auk sívaxandi fjölda erlendra viðskiptavina. Starfsmenn ARTA búa yfir víðtækri þekkingu og markvissri sérhæfingu sem nýtist þeim vel við ráðgjöf til viðskiptavina stofunnar.

Um árabil hefur ARTA sérhæft sig í lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja í alþjóðaviðskiptum. Lögmenn stofunnar hafa aflað sér menntunar og starfsreynslu á alþjóðlegum vettvangi. Sú reynsla gerir þeim kleift að gæta hagsmuna viðskiptavina stofunnar í hvers kyns viðskiptum við erlenda aðila og ráðgjafa þeirra. Með sama hætti hefur ARTA gætt hagsmuna erlendra aðila hérlendis.

Til að sinna enn betur alþjóðlegum þörfum viðskiptavina sinna er ARTA aðili að Globalaw. Globalaw is a leading organisation for the cooperation of medium-sized law firms specialising in corporate law.

ARTA er jafnframt hluti af Vogel Global Competition Network, which is a global network of law firms specialising in competition law.

Þjónusta ARTA lögmanna er árlega metin af Chambers and Partners and The Legal 500 Website.

Phone & email

Address

Laugavegur 182 – 105 Reykjavík, Iceland

Laugavegur 182
– 105 Reykjavík