Hinn 1. febrúar 2021 skildu leiðir með eigendum Advel lögmanna slf. sem hefur það í för með sér að starfsemi þeirrar kennitölu verður hætt, en við taka tveir nýjir sprotar, þar sem húsbændur og hjú gamla Advel raða sér á tvo nýja bekki.
Við verðum áfram á sama stað og heitum nú ARTA lögmenn ehf. Þjónusta okkar við alla viðskiptavini er óbreytt, nema hvað nú heitir heimasíðan arta.is og netföngin okkar fá sama niðurlag.
Væntum ánægjulegs samstarfs við ykkur í framtíðinni. Hinn hópurinn er fluttur í burtu og fékk að kaupa okkar hlutdeild í Advel nafninu yfir á nýja kennitölu.